Kevin Grealish, faðir Jack Grealish segist hafa skemmt sér mjög vel að fagna með liði Manchester City eftir að það vann Meistaradeildina.
Jack Grealish var allt í öllu í þriggja daga fögnuðu City en liðið haft ítrekaðar ástæður til að fagna síðustu vikur eftir að hafa unnið þrennuna.
„Allar fjölskyldurnar ná vel saman, pabbi Haaland er frábær gæi. Hann kom til mín eftir Meistaradeildina og spurði hvort við ættum ekki að taka einn vindil saman, ég kafnaði næstum því. Ég hafði ekki reykt í 28 ár,“ segir Kevin.
„City gerir þetta frábærlega, þeir eru góðir að skipuleggja svona hluti. Það var eitt partý á vellinum eftir að liðið vann deildina.“
Kevin uppljóstraði um reikninginn það kvöldið. „Reikningur fyrir drykkjunum kom, það var 47 þúsund pund. Ég sá reikninginn, Jack fór snemma heim það kvöld áður en þið klínið því á hann.“
8,2 milljónir í drykki telst ágætis upphæð en eru smáaurar fyrir flesta leikmenn City.