Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Kylian Mbappe hefur verið mikið í umræðunni. Hann vill ekki framlengja samning sinn við PSG sem rennur út á næsta ári en hann vill heldur ekki fara í sumar. Kappinn ætlar sér frítt frá PSG á næsta ári.
„Vill hann fara eða er hann mögulega bara að setja pressu á PSG að fá inn leikmenn?“ spyr Hrafnkell í þættinum.
Hjálmar telur að Mbappe fari annað.
„Hann fer, ég skal lofa ykkur því. Það verður risa dæmi í kringum 20. ágúst.“
Umræðan í heild er í spilaranum.