Íslenska karlalandsliðið mætir í dag Slóvakíu í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Hörður Snævar Jónsson mætti í settið til að ræða komandi landsleiki.
Á þriðjudag mæta Strákarnir okkar Portúgal og varð uppselt á þann leik strax, annað en gegn Slóvakíu.
„Manni finnst hálf grátlegt að þetta sé orðin staðan. Landsliðið var orðið þannig að þeir seldu miðana á völlinn. Slóvakíuleikurinn er mikilvægastur og það eru enn eftir 2500 miðar á meðan það var uppselt á 4 sekúndum á Portúgalsleikinn.
Þannig það er ekki komin alveg sama stemning og var alltaf en með sigur á laugardaginn verður vonandi til þess að þeir fari aftur að selja upp á völlinn,“ sagði Hörður í þættinum.
Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.