Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Karlalandsliðið í fótbolta var að sjálfsögðu tekið fyrir í þættinum og þá kom til tals rútuferð sem Hjálmar fór í frá Moskvu til Volgograd á HM í Rússlandi 2018, þar sem Ísland tók auðvitað þátt.
„Það er það rosalegasta sem ég hef lent í. 13 klukkustundir í rútu með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ef ég hefði verið Dagur hefði ég nú sagt: „Heyrðu ætliði að þyrla mig yfir hérna?“ Þetta var mesta sturlun sem ég hef lent í.
Við stoppuðum á einhverri vörubílastoppustöð til að fá okkur að borða. Við komum þarna inn og það var gúllas á boðstólnum. Ég var nú ekki að fara að éta þetta. Félagi minn pantaði sér en þetta var kalt.“
Félagi Hjálmars lét afgreiðslumanninn vita af því að maturinn væri kaldur.
„Þá tók hann fram hárblásara. Þá hugsaði ég: Jæja, ég svelti mig bara,“ sagði Hjálmar og skelltu upp úr.
Umræðan í heild er í spilaranum.