fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Lygileg saga Hjálmars frá rútuferð í Rússlandi þar sem Dagur B. kom óvænt við sögu – „Þá hugsaði ég; Jæja, ég svelti mig bara“

433
Laugardaginn 17. júní 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.

Karlalandsliðið í fótbolta var að sjálfsögðu tekið fyrir í þættinum og þá kom til tals rútuferð sem Hjálmar fór í frá Moskvu til Volgograd á HM í Rússlandi 2018, þar sem Ísland tók auðvitað þátt.

„Það er það rosalegasta sem ég hef lent í. 13 klukkustundir í rútu með Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Ef ég hefði verið Dagur hefði ég nú sagt: „Heyrðu ætliði að þyrla mig yfir hérna?“ Þetta var mesta sturlun sem ég hef lent í.

Við stoppuðum á einhverri vörubílastoppustöð til að fá okkur að borða. Við komum þarna inn og það var gúllas á boðstólnum. Ég var nú ekki að fara að éta þetta. Félagi minn pantaði sér en þetta var kalt.“

Félagi Hjálmars lét afgreiðslumanninn vita af því að maturinn væri kaldur.

„Þá tók hann fram hárblásara. Þá hugsaði ég: Jæja, ég svelti mig bara,“ sagði Hjálmar og skelltu upp úr.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur
Hide picture