Breiðablik er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir þægilegan sigur á Þrótti R. í 8-liða úrslitum í kvöld.
Agla María Albertsdóttir gerði sér lítið fyrir og kláraði dæmið í fyrri hálfleik fyrir Blika með þrennu.
Meira var ekki skorað og lokatölur 0-3.
Breiðablik er annað liðið inn í undanúrslit á eftir FH, sem vann ÍBV fyrr í kvöld.