FH er komið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.
Staðan var jöfn í hálfleik. Margrét Brynja Kristinsdóttir hafði komið FH yfir en Olga Sevcova jafnaði fyrir Eyjakonur.
Gestirnir gengu á lagið í seinni hálfleik og skoraði Mackenzie Marie George snemma í honum, áður en Shaina Faiena Ashouri bætti við marki skömmu síðar. Sú síðarnefnda nældi sér í rautt spjald síðar í leiknum.
Lokatölur urðu 1-3 og FH sem fyrr segir komið í undanúrslit bikarsins.
ÍBV 1-3 FH
0-1 Margrét Brynja Kristinsdóttir
1-1 Olga Sevcova
1-2 Mackenzie Marie George
1-3 Shaina Faiena Ashouri