Åge Hareide var í viðtali við Lars Lagerback á Viaplay í dag. Um er að ræða núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands.
Hareide er á leið í sína fyrstu leiki sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Sá fyrri er gegn Slóvakíu á laugardag og á þriðjudag koma Cristiano Ronaldo og félagar í Portúgal í heimsókn.
Lagerback stýrði Íslandi auðvitað við mjög góðan orðstýr frá 2011 til 2016.
Hér að neðan má sjá myndir af þeim félögum fara yfir sviðið.
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 á laugardag og leikurinn við Portúgal á sama tíma á laugardag. Eru þeir sýndir beint á Viaplay.
Báðir eru þeir hluti af undankeppni EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi.