Sky Sports News fjallar um tilboð Arsenal í Declan Rice og að West Ham telji í raun tilboðið hafa verið skammarlegt.
Arsenal bauð í Rice og segir í frétt Sky Sports að því hafi verið hafnað rakleiðis.
„Einn heimildarmaður tjáir okkur að það hafi verið skammarlegt hvernig tilboðið var sett upp,“ segir í fréttinni.
Segir að Arsenal hafi boðið 80 milljónir punda en West Ham krefjist þess að fá 120 milljónir punda.
🗣 "One source telling our Chief Reporter, Kaveh Solhekol, it was embarrassing the way that deal was structured." 🔴@SkyAnton gives the latest on Arsenal's pursuit of Declan Rice pic.twitter.com/Fzj1VzNWOG
— Football Daily (@footballdaily) June 15, 2023
Þannig hefur því verið haldið fram að Arsenal hafi ætlað að borga upphæðina á fjórum árum en West Ham vill fá hana á tveimur árum.
Manchester City virðist komið í kapphlaupið um Rice en framtíð enska landsliðsmannsins ætti að ráðast á næstu dögum.