Ensk blöð segja það ljóst að Mohamed Salah missi af þremur leikjum Liverpool hið minnsta á næstu leiktíð. Ástæðan er þátta Egyptalands í Afríkumótinu.
Salah og félagar verða þar í fullu fjöri og er talið nánast öruggt að hann missi af leik gegn Bournemouth 13 janúar.
Hann missir svo án nokkurs vafa af leik gegn Chelsa 31 janúar og Arsenal þann 3 febrúar. Tveir stórleikir sem Liverpool verður án Salah.
Ef Egyptar fara svo langt í keppninni er nánast öruggt að Salah missir af leikjum gegn Burnley og Brentford.
Dagskrá tímabilsins kom út í dag en Liverpool hefur keppni á útivelli gegn Chelsea.