Real Madrid hefur formlega staðfest komu Jude Bellingham til félagins frá Borussia Dortmund. Þetta hefur legið í loftinu.
Hinn 19 ára gamli Bellingham gerir sex ára samning við Real Madrid. Gæti hann kostað félagið allt að 115 milljónir punda.
Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020 en hann kom frá Birmingham. Hann hefur farið gjörsamlega á kostum síðan þá.
Bellingham svaraði fyrir skiptin á fréttamannafundi í dag.
„Ég var á úrslitaleiknum þar sem Real Madrid vann Liverpool,“ segir Bellingham um úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2022 og segir þann leik stóra ástæðu þess að hann valdi Real.
„Það var risastór hluti af minni ákvörðun að velja Real Madrid.“
Jude Bellingham: “I was at the final when Madrid beat Liverpool, that was a huge factor in my decision to join Real”. ✨⚪️ #RealMadrid
“I’m joining the greatest club in the world and it’s not about money”. pic.twitter.com/wLDLUkZdLQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 15, 2023