Miklar líkur eru á því að Kyle Walker yfirgefi herbúðir Manchester City í sumar. Samkvæmt enskum blöðum.
Walker er 33 ára gamall og á tólf mánuði eftir af samningi sínum við félagið.
Félög í Sádí Arabíu vilja kaupa hann endurkoma til uppeldisfélagsins er einnig í kortunum.
Þannig segir Talksport að Sheffield United vilji fá Walker en liðið er komið upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.
Walker er enn í fullu fjöri og spilaði stórt hlutverk þegar Manchester City vann þrennuna nú á dögunum.