Starfsfólk Manchester City brosir sínu breiðasta næstu daga eftir að Pep Guardiola stjóri liðsins ákvað að gleðja þau.
Eftir að hafa unnið þrennuna átti Guardiola rétt á bónusgreiðslu frá félaginu.
Samkvæmt enskum blöðum átti Guardiola að fá 750 þúsund pund eða 130 milljónir íslenskra króna.
Í stað þess að taka við þeim sjálfur ákvað Guardiola að allt starfsfólk í kringum liðið fengi peninginn.
Guardiola er á frábærum launum allt árið en starfsfólk í mötuneyti og afgreiðslu er það ekki. Hann ákvað því að gleðja alla.
Guardiola og City unnu stóru þrennuna og er mikil ánægja í kringum félagið en þetta útspil Guardiola gleður fólk enn meira.