Manchester United hefur lagt fram sitt fyrsta tilboð í Mason Mount en Chelsea hefur hafnað því.
Segir í fréttum frá helstu fréttamönnum að United hafi lagt fram 40 milljóna punda tilboð í Mount.
Chelsea hafnaði því en Fabrizio Romano segir að United muni leggja fram nýtt tilboð.
Enski landsliðsmaðurinn er sagður hafa samið við United um kaup og kjör en nú þurfa félögin að ná saman.
Mount á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea og því vill félagið selja hann ef hann framlengir ekki.
Manchester United have submitted an opening bid for Mason Mount today, as they guaranteed to the player days ago. Bid worth £40m. 🚨🔴 #MUFC
Chelsea have rejected the proposal, as per @Matt_Law_DT. No plan to accept £40m fee for Mount.
Man United, planning to bid again. pic.twitter.com/UWOJndDQlf
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 14, 2023