Matty Longstaff og Ciaran Clark eru á meðal leikmanna sem Newcastle hefur ekki áhuga á að halda og fara frítt í sumar.
Samningar þeirra eru á enda nú í lok mánaðar og þurfa þeir að finna sér nýjan vettvang í fótboltanum.
Newcastle reynir hins vegar að halda í Loris Karius markvörð félagsins sem kom á síðustu leiktíð.
Þýski markvörðurinn yrði þá til taks fyrir Nick Pope sem á stöðuna í markinu og var frábær á síðustu leiktíð.
Fleiri leikmenn fara frá Newcastle en um er að ræða lítt þekktar stærðir úr unglingastarfinu.
Fara frítt:
Harry Barclay
Niall Brookwell
Ciaran Clark
Dan Langley
Matty Longstaff
Joe Oliver
Josh Stewart
Isaac Westendorf
Stendur til boða að vera áfram:
Paul Dummett
Loris Karius