Oleksandr Zinchenko varnarmaður Arsenal mun aldrei taka í höndina á andstæðingi sínum, komi hann frá Rússlandi eða Hvíta-Rússlandi.
Eins og öllum er kunnugt réðust Rússar inn í Úkraínu fyrir rúmu ári síðan og stríðið stendur enn yfir.
Zinchenko verður í einlægu viðtali við Piers Morgan í kvöld þar sem hann ræðir þessi mál og fleiri.
„Ekki séns, ekki séns. Ég myndi aldrei taka við þeirra viðbrögðum, það er hægt að tala um að þau hafi ekkert gert gegn okkur. Þau hafa aldrei staðið upp á móti þessu og talað,“ segir Zinchenko
Zinchenko hefur verið sýnilegur í því að tala um það ástand sem er í heimalandi sínu vegna innrásar Rússlands.
„Aldrei kalla okkur bræður aftur, aldrei aftur.“
Arsenal’s Oleksandr Zinchenko says he would refuse to shake a Russian player’s hand.
„No chance… don’t ever call us brothers… never again.“
Watch more at 8pm tonight.@piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/0EGsE3GNme
— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) June 14, 2023