Manchester United á áfram í viðræðum við Chelsea um möguleg kaup á Mason Mount.
Mount á aðeins ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur ekki viljað framlengja. Lundúnafélagið vill því selja hann í sumar til að missa hann ekki frítt.
Það þykir langlíklegast að Mount endi hjá United.
Chelsea vill hins vegar 70 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn og er United ekki til í að borga svo mikið.
Nánar til tekið vill United ná kaupverðinu undir 60 milljónir punda og helst nálægt 50 milljónunum.
Það verður athyglisvert að sjá hvað setur.
Manchester United will insist on Mason Mount for under £60m, and closer to £50m if they can get it. They hope #CFC will budge on price. #MUFC confident because they know Mount is keen to join. He is a top priority but the club won't meet Chelsea's £70m valuation. pic.twitter.com/zpAeZ0ROb2
— Ben Jacobs (@JacobsBen) June 14, 2023