Það vakti nokkra athygli fyrr í vetur þegar Jack Grealish birti mynd af sér í klefanum hjá Manchester City. Þar uppljóstraði kappinn leyndarmáli.
Á veggnum í sjúkraherbergi City var nefnilega búið að hengja upp markmiðin sem þjálfarateymi City hafði sett á liðið.
Þar voru myndir af tveimur titlum en um var að ræða bikarinn fyrir sigur í deildinni og sjálfan Meistaradeildarbikarinn.
City vann að lokum báða bikarana og bætti einum við því liðið varð einnig enskur bikarmeistari og kláraði því hina eftirsóttu þrennu.
Grealish getur því brosað yfir því í dag að hafa tekið mynd af sér í klefanum sem líklega hefði ekki átt að birtast.