„Mjög spenntur, Hareide er flottur, no nonsense gæi. Hann veit alveg hvað hann er að gera,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson leikmaður DC United og íslenska landsliðsins í samtali við 433.is.
Guðlaugur er mættur til landsins frá Bandaríkjunum til að taka þátt í fyrsta verkefni Age Hareide. Ísland mætir Slóvakíu á laugardag í undankeppni Evrópumótsins og mæta síðan Portúgal á þriðjudag.
Guðlaugur segir að það sjáist fljótt hvað Hareide vill gera með liðið. „Algjörlega, hann veit alveg hvað hann vill. Ég er búin að vera í tvo daga, aðeins styttra en flestir. Maður finnur strax að hann er með sínar pælingar.“
Guðlaugur á von á því að vera varnarmaður í íslenska liðinu. „Mér sýnist það, sem er bara flott.“
Guðlaugur segir hópinn stefna á góðan árangur í hópnum til að eiga möguleika á miðanum til Þýskalands. „Við þurfum fjögur stig í þessum glugga ef við viljum fara á EM.“