Brighton hefur staðfest komu James Milner til félagsins.
Milner verður samningslaus hjá Liverpool í lok mánaðar og gengur þá formlega í raðir félagsins.
Hinn 37 ára gamli Milner gerir eins árs samning við Brighton með möguleika á eins árs framlengingu.
Kappinn hefur verið á mála hjá Liverpool síðan 2015 og unnið allt sem í boði er.
Milner mun koma með mikilvæga reynslu inn í spennandi lið Brighton sem er á leið í Evrópudeildina á næstu leiktíð.
We're pleased to confirm that @JamesMilner will join us on a one-year deal with a year’s option when his Liverpool contract expires on 30 June. 😁
🤝 @FirstTouchGames // #BHAFC 🔵⚪️
— Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) June 14, 2023