Jude Bellingham er genginn í raðir Real Madrid frá Borussia Dortmund. Þetta var opinberað fyrr í dag. Hans gamla félag Birmingham græðir vel á skiptunum.
Hinn 19 ára gamli Bellingham gerir sex ára samning við Real Madrid. Félagið borgar Dortmund 88 milljónir punda til að byrja með en gæti hann kostað félagið allt að 115 milljónir punda á endanum.
Bellingham hefur verið á mála hjá Dortmund síðan 2020 en hann kom frá Birmingham. Hann hefur farið gjörsamlega á kostum síðan þá.
Birmingham seldi Bellingham á 25 milljónir punda á sínum tíma og fær félagið 10 milljónir í vasann fyrir sölu hans til Real Madrid nú.
Fjöldi stórliða hafði áhuga en Real Madrid hafði að lokum betur.
Bellingham verður kynntur fyrir stuðningsmönnum Real Madrid með athöfn á morgun.