fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Einhverf TikTokstjarna lenti í áflogum á djamminu í Íslandsferð – Drekkur á við þrjá og heimsfrægum hatti stolið

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Joshua Block er staddur hér á landi í þriggja daga heimsókn. Block hefur birt fjölda myndskeiða frá heimsókninni sem vakið hafa mikla lukku meðal fylgjenda hans sem telja um 2,4 milljónir á miðlinum. Block er eins og sannur ferðamaður búinn að kíkja í Bláa lónið, en hefur greinilega að mestu haldið sig við miðbæ Reykjavíkur.

Íslensk ungmenni virðast mörg hafa þekkt Block á ferðum hans um miðborgina (og bari hennar), enda má sjá íslensk ungmenni veifa og brosa á nokkrum myndskeiðanna, en þegar þetta er skrifað eru myndskeiðin frá Íslandi orðin um 50 talsins.  Nokkrir notendur TikTok hafa spjallað við Block og fengið myndir og myndbönd með honum.

@viktorlepene What a pleasure meeting the captain @Joshua Block #fyp #worldofshirts #king #joshuablock #joshuablockfan #joshuablocknews ♬ original sound – Viggi

Block tilkynnti Íslandsferðina með myndskeiði 27. maí, margir fylgjenda hans voru fljótir til að benda honum á að hann yrði fljótt blankur þar sem áfengið hérlendis væri rándýrt. Ekkert var minnst á annan kostnað við ferðalagið. Athugasemdirnar áttu kannski fullan rétt á sér þar sem Block er duglegur að drekka áfenga drykki í myndskeiðum sínum og hann hefur ekki slegið slöku við drykkjuna hérlendis.

@worldoftshirts #huluchippendalesdance ♬ original sound – Joshua Block

Ferðin hefur þó ekki verið eintóm draumaferð þar sem Block lenti í stappi á djamminu í gær, þar sem einstaklingur reyndi að ræna hattinum hans. Block var alls ekki ánægður og beit viðkomandi í handlegginn. Svo virðist sem hattinum hafi þó verið stolið, þar sem Block er kominn með nýjan, en hann var búinn að vera með þann fyrri á hausnum síðan hann hann byrjaði á TikTok.

@zclipped Joshua/worldoftshirts goes crazy after having his hat stolen in iceland!💀😂 #worldoftshirts #joshuablock #viral #funny #trending #live #iceland ♬ original sound – fireclips

@worldoftshirts #huluchippendalesdance ♬ About Damn Time – Lizzo

Block ætlar næst til París í Frakklandi, þar sem hann ætlar að dvelja í tvo daga.

@worldoftshirts #huluchippendalesdance ♬ original sound – Joshua Block

Hver er Joshua Block?

Block byrjaði á TikTok árið 2019 þá tvítugur að aldri, ferðaðist hann með lest frá heimili sínu í Patchogue til Manhattan í New York, um þriggja klukkustunda ferð hvora leið. Þar mátti sjá hann syngja, dansa og skoða helstu kennileiti í myndskeiðum.

„Ég ákvað bara einn dag upp á grínið að fara í borgina. Áhorfið á myndskeiðin þar voru svo mikil að ég fór aftur og aftur,“ sagði Block í lok árs 2021, en TikTok greiddi honum um fjögur sent fyrir hver 1000 áhorf.

Block missti móður sína árið 2015 og varð afi hans forsjármaður hans árið 2017. Block var heiðursnemandi og náði á hverju ári á heiðurslista menntaskóla síns (e. Honor Roll). Hann er einhverfur og dreymdi frá barnsaldri um að stofna eigið fyrirtæki. Það gerði hann árið 2017 þegar hann stofnaði World of T-shirts, sem er jafnframt nafnið á síðum hans á TikTok og Instagram. „Ég hef ekki grætt mikið, en smávegis.“

Í menntaskóla (14-18 ára í Bandaríkjunum) tók hann ýmsa viðskiptafræðiáfanga og gekk í félagsskap að nafni The Patchogue Young Professionals, þar sem hann vakti athygli fyrir frumkvöðlahæfileika sína og sölumennskuhæfileika. „Ég held að það sem allir elska við hann er að hann er alltaf hann sjálfur og hann skammast sín ekki fyrir það,“ sagði Stephen King formaður félagins. „Josh er hann sjálfur. Það sem stendur mest upp úr er að hann gerir þetta alveg einn. Hann hefur gengið í gegnum margt, sem hefði brotið einhverja niður. En hann er að vinna með það sem lífið hefur fært honum, hann er ánægður og þú getur ekki orðið hamingjusamari en það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram