fbpx
Fimmtudagur 05.desember 2024
433Sport

Sjáðu myndbandið: Lygileg ummæli fyrir framan eiginkonu sína – „Mæti með rútu fulla af vændiskonum“

433
Miðvikudaginn 4. desember 2024 14:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silvio Berlusconi var magnaður karakter en hann lést fyrir um einu og hálfu ári síðan, 86 ára gamall. Hann var einn umdeildasti maður knattspyrnuheimsins. The Upshot rifjar gjarnan upp skrautlegar sögur af fólki úr knattspurnuheiminum og síðan tók Berlusconi fyrir.

Berlusconi keypti AC Milan 1986 og bjargaði liðinu frá miklum fjárhagsvandræðum. Liðið varð svo Ítalíumeistari tveimur árum síðar en í tíð Berlusconi vann Milan átta Ítalíumeistaratitla og fimm Evróputitla.

Berlusconi viðhafði mörg umdeild ummæli í gegnum tíðina. Sagði hann til að mynda að þýski stjórnmálamaðurinn Martin Schulz liti út eins og vörður í nasistabúðum og setti hann einnig út á útlit Angelu Merkel.

Árið 2003 var Berlusconi þá spurður út í það í New York af hverju það væri þess virði að fjárfesta í Ítalíu. „Við erum með fallegustu ritara í heimi,“ svaraði hann þá.

Berlusconi sá að sjálfsögðu sína menn í AC Milan mæta Liverpool í frægum úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. Hann bauð stuðningsmanni Liverpool að sitja með sér og stríddi honum mikið þegar Milan var 3-0 yfir. Svo jafnaði Liverpool og Berlusconi lét henda stuðningsmanninum út.

Árið 2009 var erfitt fyrir Berlusconi. Konan hans fór frá honum þar sem hann virtist reyna við 18 ára gamla stelpu. Þá var ráðist á hann í mótmælum sem varð til þess að hann nefbrotnaði, sem og tvær tennur brotnuðu.

Árið 2017 seldi Berlusconi Milan og keypti Monza í C-deildinni. Þar setti hann skýrar reglur, leikmenn áttu að vera snyrtilegir og ekki með húðflúr.

Þegar Monza var komið í efstu deild fór Berlusconi svo hamförum í jólaveislu liðsins. Hann sagði við leikmenn að hann myndi mæta með „rútu fulla af vændiskonum“ í búningsklefann ef liðið myndi sigra AC Milan eða Juventus.

Þetta sagði hann á meðan eiginkona hans, hin 32 ára gamla Marta Fascina sat á fremsta bekk. Myndband af því er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sá aldrei typpið á Ronaldo og útskýrir af hverju

Sá aldrei typpið á Ronaldo og útskýrir af hverju
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorvaldur hefur ekki tekið upp tólið

Þorvaldur hefur ekki tekið upp tólið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stærsti gagnrýnandi Kane mættur aftur: ,,England mögulega betra án hans“

Stærsti gagnrýnandi Kane mættur aftur: ,,England mögulega betra án hans“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrirliðinn í vandræðum: Hlustaði ekki á knattspyrnusambandið – ,,Jesús elskar þig“

Fyrirliðinn í vandræðum: Hlustaði ekki á knattspyrnusambandið – ,,Jesús elskar þig“
433Sport
Í gær

Sjáðu jöfnunarmark Newcastle gegn Liverpool – Hvað var Kelleher að hugsa?

Sjáðu jöfnunarmark Newcastle gegn Liverpool – Hvað var Kelleher að hugsa?
433Sport
Í gær

England: Liverpool gerði jafntefli í svakalegum leik – Chelsea skoraði fimm mörk

England: Liverpool gerði jafntefli í svakalegum leik – Chelsea skoraði fimm mörk