Manchester United hefur áfram áhuga á David Raya og gæti fengið hann til sín í glugganum.
Telegraph segir frá því að Tottenham leiði kapphlaupið um markvörð Brentford en United láti það ekki stoppa sig.
Brentford ætlar ekki að láta Raya ódýrt af hendi. Þrátt fyrir að eiga aðeins ár eftir af samningi sínum kostar leikamaðurinn um 40 milljónir punda.
Bæði United og Tottenham eru í leit að markverði.
Samningur David De Gea er að renna út og eru margir óánægðir með hann.
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, er þá farinn að dala nokkuð hressilega.