OnlyFans stjarnan Astrid Wett grínaðist með það á dögunum að það væri henni að kenna að Leeds hafi fallið úr ensku úrvalsdeildinni.
Leeds átti alls ekki nógu gott tímabil og margir leikmenn ollu vonbrigðum.
Þar á meðal var Weston McKennie, sem kom til liðsins á láni frá Juventus í janúar.
Wett sýndi frá því þegar leikmaðurinn setti like við margar myndir í röð hjá henni.
„Það er engin furða að hann hafi átt ömurlegt tímabil. Hann var of upptekinn við að setja like við myndirnar mínar,“ skrifaði Wett og birti meðfylgjandi skjáskot.