fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Grímseyingar þurfa að bíða lengur eftir nýrri ferju

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 14:30

Frá Grímsey/Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Drög að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 eru nú aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.

Í einum kafla áætlunarinnar er farið yfir þær farþegaferjur sem eru í eigu ríkisins. Meðal þeirra er Grímseyjarferjan Sæfari sem smíðuð var 1991 en enurnýjuð 2008.

Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarin misseri þykir Sæfari vera kominn talsvert til ára sinna og Grímseyingar hafa kallað eftir því að útveguð verði ný ferja svo hægt verði að tryggja samgöngur við eyjuna og gera íbúum kleift að efla ferðaþjónustu.

Steininn þótti taka úr nýlega þegar ferjan var í slipp frá byrjun apríl fram í byrjun júní. Á meðan voru engar siglingar, fyrir heimamenn og gesti þeirra, í boði til eyjunnar en vöruflutningar voru tryggðir með fiskiskipum. Eftir að ferjan kom úr slipp bilaði hún fljótlega en komst þó í lag samdægurs.

Í samtölum við RÚV hafa íbúar í Grímsey kvartað yfir lélegum samgöngum og kallað eftir breytingum. Sjómaðurinn Svafar Gylfason segir:

„Þetta skip var keypt fyrir tæpum 15 árum og þá var okkur lofað því að þetta yrði aldrei í meira en 10 ár. Nú viljum við bara fara að sjá breytingar.“

Halla Ingólfsdóttir, eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic trip í Grímsey, bætir við:

„Við getum ekki gert neitt ef það er ekki hægt að sinna samgöngum við okkur.“

Hún segir ennfremur:

„Ef það er ekki til ferja í heiminum, önnur en Sæfari, sem getur siglt hérna á milli, sem mér finnst mjög furðulegt, hvers vegna er ekki farið að leggja drög að því að smíða aðra ferju sem ræður við þessa siglingu? En mér finnst furðulegt að þetta gamla grey sé það eina sem getur siglt hérna á milli.“

Biðin lengist

Miðað við drögin að samgönguáætlun munu þau og aðrir Grímseyingar þurfa að bíða lengur eftir nýrri ferju. Í drögunum er ekki gert ráð fyrir fjárheimildum til fjárfestinga í skipum fram til ársins 2029, hvorki til nýsmíði né viðhalds.

Í drögunum er þó tekið fram að:

„Endurnýjun á ferjum ríkisins er brýn og þarf á fyrri hluta tímabilsins (2024-2029 innsk. fréttamanns) að undirbúa og hanna það skip sem næst verður endurnýjað vegna aldurs.“

Það er þó ekki tekið fram hvaða ferju þarf fyrst að endurnýja. Stefnt sé þó að því að nýjar ferjur verði smíðaðar eða keyptar á árunum 2029-2038.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi

Stóra fíkniefnamálið: Skuldaði höfuðpaurnum tíu milljónir og fór í örlagaríka ferð með skemmtiferðaskipi
Fréttir
Í gær

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum

Raðmorðingi játar á sig morð 42 kvenna á tveimur árum
Fréttir
Í gær

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti

Vísaði frá máli gegn Donald Trump varðandi stuld á leynilegum skjölum – Skipaði sjálfur dómarann í embætti
Fréttir
Í gær

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi

Dómarinn rifjaði upp langan brotaferil Kourani – Hefur aldrei stundað vinnu á Íslandi
Fréttir
Í gær

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“

Auglýsingin fræga á Laugaveginum að hverfa – „Hræðilegt það er verið að byrja að mála yfir þetta“
Fréttir
Í gær

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið

Hafa borið kennsl á líkin í ferðatöskunum – 34 ára gamall maður ákærður fyrir ódæðið
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “

„Það er siðferðislega óásættanlegt að þessu tjóni verði eingöngu velt yfir á íbúa í Vestmannaeyjum “
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði