Breiðablik vann þægilegan sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld.
Liðin mættust í áttundu umferð Bestu deildar kvenna.
Birta Georgsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Blika í fyrri hálfleik en Katrín Ásbjörnsdóttir innsiglaði sigurinn í blálokin.
Breiðablik er á toppi deildarinnar, tímabundið allavega, með 16 stig, jafnmörg og Valur sem nú er að spila.
ÍBV er í níunda sæti með 7 stig.
ÍBV 0-3 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir
0-2 Birta Georgsóttir
0-3 Katrín Ásbjörnsdóttir