Rasmus Højlund er afar spennandi leikmaður og hefur hann undanfarið verið orðaður við Manchester United.
Um er að ræða tvítugan danskan framherja sem er á mála hjá Atalanta á Ítalíu.
„Manchester United er risastórt félag. Ég hlýt að vera gera eitthvað rétt ef félagið vill mig,“ segir Højlund við danska miðilinn Berlingske.
Hann segir það heiður að vera orðaður við United.
„Markmið mitt er að ná á toppinn – og það má segja að Manchester United sé þar.“
Højlund skoraði níu mörk í Serie A á nýafstaðinni leiktíð.