Edin Dzeko er nú orðaður við Fenerbahce í ítölskum miðlum.
Hinn 37 ára gamli Dzeko er að verða samningslaus hjá Inter og getur farið frítt frá félaginu ef hann skrifar ekki undir nýjan samning.
Inter á í fjárhagsvandræðum og fjöldi leikmanna gæti verið á förum.
Fenerbahce í Tyrklandi er talið vera að undirbúa góðan tveggja ára samning til að bjóða Dzeko.
Bosníumaðurinn hefur átt frábæran feril. Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City, Roma og nú síðast Inter.
Félag í Sádi-Arabíu hefur einnig sett sig í samband við Dzeko og umboðsmenn með það fyrir augum að fá hann þangað.