fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Baunuðu á Chris fyrir ummælin í Egilshöll – „Galin tímasetning“

433
Mánudaginn 12. júní 2023 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Brazell þjálfari Gróttu var ósáttur með að þurfa að spila inni í Egilshöll gegn Fjölni í Lengjudeild karla fyrir helgi. Þetta var rætt í Lengjudeildarmörkunum hér á 433.is.

Leikurinn var frábær skemmtun og lauk með 2-2 jafntefli.

„Það er hægt að segja að ég sé að afsaka mig en mér finnst þetta fáránlegt. Hvernig getur íslenskur fótbolti þróast ef tvö lið með góða unga leikmenn þurfa að spila inni í júní. Það er ósanngjarnt fyrir bæði lið og ég er fyrst og fremst ánægður með að komast frá leiknum á þessu grasi án meiðsla,“ sagði ósáttur Chris Brazell við Fótbolta.net eftir leikinn gegn Fjölni.

video
play-sharp-fill

Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson tóku þetta fyrir í Lenjudeildarmörkunum.

„Mér finnst þetta galin tímasetning á þessum ummælum. Hann er að segja þetta þegar það er rok og rigning úti, maður heyrir að heimavöllur Fjölnis sé nánast ónýtur. Hann talar um að þetta sé slæmt fyrir framþróun íslenska boltans en væri ekki miklu verra fyrir framþróun hans að spila á handónýtum grasvelli í roki og rigningu?“ spurði Helgi.

Hrafnkell tók í sama streng.

„Við sáum leik Gróttu og Aftureldingar um daginn. Það var bara bull, þvílíkt rok og menn náðu engri stjórn á boltunum. Mörkin komu eftir mistök. Þarna sáum við mun gæðameiri og skemmtilegri leik inni í Egilshöllinni.“

Umræðan er í spilaranum hér ofar og þátturinn í heild hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi
Hide picture