Paulo Dybala átti gott fyrsta tímabil með AS Roma. Hann hefur undanfarið verið orðaður við brottför en umboðsmaður hans segir ekkert í pípunum.
Argentínumaðurinn gekk í raðir Roma síðasta sumar eftir sjö ár hjá Juventus.
Á sinni fyrstu leiktíð í höfuðborginni skoraði Dybala 12 mörk og lagði upp 7 í Serie A.
Dybala hefur til að mynda verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu, en þangað fara margar stjörnur þessa stundina.
„Paulo hefur ekki talað við neinn og ég hef ekki fengið nein símtöl eða tilboð frá Sádi-Arabíu,“ segir umboðsmaður hins 29 ára gamla Dybala um stöðu mála.
„Það er vinnan mín að hlusta á félög sem hafa áhuga á Dybala. Sem stendur er leikmaðurinn í fríi.“