Það er óánægja með Brandon Williams innan herbúða Manchester United þessa stundina eftir ummæli sem hann lét falla á samfélagsmiðlum um helgina.
Williams, sem lék aðeins einn leik fyrir United á nýafstaðinni leiktíð, var ósáttur út í goðsögn félagsins Rio Ferdinand. Sá síðarnefndi fjallaði um úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Manchester City og Inter.
City vann 1-0 og tryggði þar með þrennuna á tímabilinu. Endurtók liðið afrek Sir Alex Ferguson og United frá 1999. Williams gaf lítið fyrir það auk þess sem hann gagnrýndi Ferinand.
Ferdinand sagði að lærisveinar Pep Guardiola í City væru óstöðvandi.
„Ég er viss um að þú hefðir ekki óskað þeim til hamingju ef þú værir leikmaður. Vertu nú samkvæmur sjálfum þér. Þú hrósar þeim ekki. Svo einfalt er það,“ skrifaði Williams til Ferdinand.
Heimildamaður ESPN segir United afar vonsvikið með ummæli Williams.
🚨 #mufc are not happy with Brandon Williams' Instagram activity following Man City's Champions League win. [@RobDawsonESPN] pic.twitter.com/olGAipizLs
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) June 12, 2023