Josko Gvardiol varnarmaður RB Leipzig er efstur á óskalista Manchester City fyrir sumarið. Fabrizo Romano segir frá.
Miðvörðurinn frá Króatíu vakti verulega athygli fyrir vaska framgöngu sína á HM í Katar í sumar.
Gvardiol er 21 árs gamall en hann kom til Leipzig fyrir þremur árum.
Segir í færslu Romano að Gvardiol vilji ólmur fara til City og virðist málið geta gengið hratt fyrir sig.
Segir að viðræður um kaup og kjör hafi staðið yfir frá því á síðasta ári en talið er að Aymeric Laporte fari frá City í sumar.
Manchester City consider Josko Gvardiol a top target as Mateo Kovacic — he’s in the list since last year, talks already took place. Player, keen on the move. 🚨🔵 #MCFC
Leipzig will only sell Gvardiol for huge fee as most expensive centre back ever.
🎥 https://t.co/sgUBhcaQNC pic.twitter.com/I7E4B3KKTu
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 12, 2023