Það er í forgangi hjá Manchester United að finna framherja í sumar en samkvæmt Sky Sports er ansi ólíklegt að Harry Kane komi.
Tottenham vill ekki selja Kane og alls ekki til liðs í ensku úrvalsdeildinni.
Kane á bara eitt ár eftir samningi sínum við Tottenham og hefur ekki viljað framlengja hann.
Tveir framherjar eru sagðir á lista United nú þegar Kane virðist ekki vera í boði fyrir félagið.
Segir í frétt Sky Sports að Rasmus Hojland framherji Atalanta og Randal Kolo Muani framherji Frankfurt eru til skoðunnar hjá Erik ten Hag.