Andre Onana markvörður Inter er á óskalista Chelsea í sumar en Mauricio Pochettino stjóri liðsins vill styrkja stöðuna í sumar.
Onana var frábær í liði Inter í sumar en ítalska félagið þarf að skera niður kostnað í sumar.
Sagt er í fréttum dagsins að Chelsea skoði það að bjóða tvö leikmenn í skiptum fyrir Onana. Romelu Lukaku vill vera áfram hjá Inter eftir að hafa verið í láni frá Chelsea á liðnu tímabili.
Kalidou Koulibaly er svo sagður hinn leikmaðurinn sem Chelsea er til í að senda til Inter í skiptum fyrir markvörðinn.
Inter er sagt vilja fá 55 milljónir punda fyrir hinn öfluga Onana sem áður var hjá Ajax.