Paris Saint-Germain er með tilboð á borði sínu frá Al-Hilal í Sádí Arabíu en liðið vill kaupa Neymar.
Al-Hilal reyndi að fá Lionel Messi á dögunum en hann hafnaði tilboðinu og fór til Bandaríkjanna.
Neymar er sagður geta fengið 200 milljónir evra í árslaun og Al-Hilal er klárt í að borga 45 milljónir evra fyrir hann.
PSG vill losna við Neymar í sumar en nokkrar breytingar eru boðaðar á leikmannahópi liðsins.
Sádarnir eru að moka peningum í fótboltann og hafa krækt í Karim Benzema og N´Golo Kante undanfarið og vilja fá meira.