Manchester United hefur skellt 60 milljóna punda verðmiða á Jadon Sancho í sumar ef einhver vill kaupa hann frá félaginu.
Ensk götublöð segja frá en því hefur verið haldið fram að Tottenham hafi áhuga á að kaupa hann.
Sancho er 23 ára gamall en hefur upplifað tvö mjög erfið ár hjá United.
United borgaði 75 milljónir punda fyrir hann þegar hann kom frá Dortmund en miklar væntingar og kröfur voru gerðar til hans.
Sancho hefur hins vegar átt í stökustu vandræðum með að finna taktinn og Erik ten Hag og félagar gætu viljað selja hann í sumar.