fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

59 ára gamall maður faldi mikið magn af kókaíni í hjólastól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 12. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem fæddur er árið 1964 hefur setið í gæsluvarðhaldi í Fangelsinu Hólmsheiði síðan í mars vegna gruns um að hann hafi smyglað til landsins rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness á morgun en í ákæru Héraðssaksóknara segir að maðurinn sé ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot „með því að hafa laugardaginn 18. mars 2023, staðið að innflutningi á samtals 3.563,72 g af kókaíni sem hafði 52-82% styrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni en fíkniefnin flutti ákærði til Íslands sem farþegi með flugi OG665 frá Madríd á Spáni til Keflavíkurflugvallar, falin í hjólastól sem ákærði kom með og notaðist við.“

Maðurinn er frá Dómíníska lýðveldinu. Héraðssaksóknari krefst þess að hann verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar, sem og að hann verði látinn sæta upptöku fíkniefnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“