Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United er einhleypur eftir að hann og Lucio Loi ákváðu að slíta sambandi sínu.
Rashford og Loi hafa verið saman um langt skeið og trúlofuðu sig á síðasta ári. Sambandið er hins vegar runnið út í sandinn.
Rashford hefur undanfarna daga verið á Miami og notið lífsins, ensk götublöð náðu myndum af honum á leið inn á hótel með konu.
Rashford og konan gengu inn á hótelið hans í Miami klukkan 05:00 að morgni.
Courtney Caldwell er konan sem fór með Rashford upp á hótel en hún er einkaþjálfari á Miami, hún segist geta þjálfað konur á þann veg að þær fái rass eins og Kim Kardashian.
Caldwell er vinsæl á samfélagsmiðlum en hún býr til matarprógram fyrir þá sem eru í þjálfun hjá sér og er sögð góð í sínu starfi.