fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Skýrir frá ótrúlegum vinnubrögðum FIFA – „Allar sýndu píkuna á sér“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. júní 2023 06:45

Nilla Fischer. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tólf árum náði sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu þeim góða árangri að vinna til bronsverðlauna á HM. Ekki var annað að sjá en allt væri í stakasta lagi en undir niðri var ekki allt eins og það átti að vera.

Þetta kemur fram í nýrri bók eftir Nilla Fischer, sem var í landsliðinu á þessum tíma og spilaði 189 landsleiki á ferli sínum. Í bókinni skýrir hún frá kynprófi sem landsliðskonurnar urðu að ganga undir.

FIFA ákvað að keppendur skyldu gangast undir kynpróf eftir að sumir leikmenn Miðbaugs-Gíneu voru sagðir vera karlmenn. Ákvað FIFA þá að grípa til skyndirannsóknar á öllum leikmönnum.

„Við fengum skilaboð um að við mættum ekki raka okkur „þarna niðri“ næstu daga og að við ættum að sýna landsliðslækninum kynfæri okkar. Engin skildi þetta með raksturinn en við gerðum eins og okkur var sagt og veltum fyrir okkur hvað væri í gangi. Af hverju þurftum við að gera þetta núna? Það hlutu að vera aðrar aðferðir? Áttum við að neita? En um leið vildi engin missa af HM. Við þurftum að fara í gegnum niðurlægingarferlið, óháð því hversu undarlegt og særandi okkur fannst þetta,“ segir hún í bókinni að sögn Sportbladet.

Það voru síðan að sögn Mats Börjesson, landsliðslæknir, og sjúkraþjálfari liðsins sem bönkuðu upp á hjá leikmönnunum og báðu þær um að taka niður um sig og sýna sjúkraþjálfaranum, sem var kona, kynfærin.

„Þegar búið var að skoða allar í liðinu, það er að segja allar höfðu sýnt píkuna á sér, gat landsliðslæknirinn skrifað upp á að sænska kvennalandsliðið í knattspyrnu væri eingöngu skipað konum. Öllum í liðinu var brugðið vegna málsins, en mest af öllum var öllum létt yfir að þetta var búið,“ skrifar Fischer.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi