Bournemouth hefur ákveðið að láta goðsögn fara eftir að hafa tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.
Flestir bjuggust við því að Bournemouth myndi halda sæti sínu og var Scott Parker rekinn snemma tímabils.
Gary O’Neill tók við keflinu og tókst í raun á ótrúlegan hátt að halda liðinu í efstu deild. Liðið hafnaði í 15. sæti.
Bournemouth hefur staðfest það að Junior Stanislas sé farinn frá félaginu en hann hefur leikið þar í níu ár.
Stanislas er nafn sem flestir kannast við en hann hefur leikið með Bournemouth frá 2014 en var fyrir það hjá Burnley.
Þá er Jefferson Lerma einnig farinn frá félaginu en hann hefur gert samning við Crystal Palace.