Ange Postecoglou, nýr stjóri Tottenham, er mikill aðdáandi tölvuleiksins Football Manager sem margir kannast við.
Í leiknum setja spilarar sig í hlutverk knattspyrnustjóra, eitthvað sem Postecoglou hefur náð góðum árangri sem í raunveruleikanum.
Hann var hins vegar mjög öflugur spilar í Football Manager og vann Meistaradeildina með smáliði Southend á Englandi.
Postecoglou starfaði hjá Celtic og vann þrennuna í Skotlandi áður en hann var ráðinn til Tottenham á dögunujm.
Postecoglou ræddi skemmtilega sögu sína í Football Manager og líkir sjálfum sér við Harry Redknapp, fyrrum stjóra Tottenham, en á sterum.
,,Ég notaði reynslumikla leikmenn og lánsmenn til að komast úr neðri deildunum,“ sagði Postecoglou.
,,Ég var ekki mikið fyrir að breyta um taktík ég vildi bara fá inn réttu leikmennina, ég var Harry Redknapp á sterum.“
,,Ég var rekinn sex mánuðum eftir að hafa unnið Meistaradeildina. Ég sló út Juventus og Real Madrid.“
,,Ég fékk enga ást eftir allt sem ég gerði fyrir þá, ég var miður mín! Vonandi fékk ég styttu þarna.“