HK 0 – 5 Valur
0-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’19)
0-2 Aron Jóhannsson (’52)
0-3 Tryggvi Hrafn Haraldsson (’58)
0-4 Patrick Pedersen (’60)
0-5 Patrick Pedersen (’72)
Valur hélt sýningu í Kórnum í kvöld er liðið spilaði við HK í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla.
Valsmenn hafa farið nokkuð vel af stað í sumar og eru duglegir að skora mörk.
Eftir svakalegan 5-0 sigur í dag hefur liðið skorað 32 mörk í aðeins 12 leikjum og er í öðru sæti með 26 stig.
Aðeins Víkingur Reykjavík hefur gert betur en liðið spilar við Fram klukkan 19:15 í kvöld.
Tryggvi Hrafn Haraldsson og Patrick Pedersen gerðu báðir tvennu fyrir Val í þessum örugga sigri.