Mario Balotelli var með gæðin til að verða einn allra besti framherji heims að sögn Wesley Sneijder, fyrrum liðsfélaga hans.
Balotelli var gríðarlegt efni Inter Milan á sínum tíma og gekk síðar í raðir Manchester City á Englandi.
Sneijder lék með Balotelli á Ítalíu en hausinn á Ítalanum var ekki alltaf rétt skrúfaður og lenti hann í alls konar ævintýrum á sínum ferli.
Sneijder segir að andlegt ástand Balotelli hafi kostað hann glæsilegan feril en hann er í dag 32 ára gamall og leikur í Sviss.
,,Balotelli var leikmaður með mjög stóran kjaft en með pínulítið hjarta,“ sagði Sneijder við Sun.
,,Hann var magnaður leikmaður og hann hefði getað orðið einn besti framherji heims ef hann væri eðlilegur.“
,,Hans andlega ástand var ekki alltaf frábært en hann var góður náunig. Hann var eins og lítið barn á meðal okkar.“
,,Við reyndum að hafa stjórn á því en það var afskaplega erfitt. Jose Mourinho [þáverandi stjóri Inter] reyndi það en ef þú ferð gegn honum þá mun hann refsa þér harðar.“