Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, viðurkennir að hann hafi ekki verið ánægður hjá félaginu undanfarin tvö ár.
Messi náði aldrei að sýna sitt rétta andlit með PSG en hann kom frá Barcelona fyrir um tveimur árum.
Messi viðurkennir að tíminn í París hafi verið erfiður og er hann ánægður að byrja nýtt líf í Miami.
,,Undanfarin tvö ár þá hef ég ekki verið ánægður. Ég naut mín ekki og það hafði áhrif á fjölskyldulífið,“ sagði Messi.
,,Ég hef misst af miklu þegar kemur að skólalífi barnanna. Þetta var erfiður tími fyrir mig en nú horfum við fram veginn.“