Sheikh Mansour, eigandi Manchester City, lét loksins sjá sig á leik liðsins í aðeins annað sinn í heil 15 ár í gær.
Mansour eignaðist Man City fyrir 15 árum síðan eða í september 2008 en er ekki duglegur að mæta á leiki.
Hann sást síðast á vellinum er Man City vann Liverpool 3-0 á Etihad vellinum fyrir heilum 13 árum síðan.
Mansour ákvað hins vegar að slá til og mæta á leik gærdagsins á milli Man City og Inter Milan í Tyrklandi.
Ástæðan er augljós en Man City vann þar Meistaradeildina í fyrsta sinn með því að sigra Inter með einu marki gegn engu.
Mynd af Mansour í stúkunni má sjá hér en hann er til hægri.