Kyle Walker, leikmaður Manchester City, var léttur í gær eftir leik liðsins við Inter Milan í Meistaradeildinni.
Um var að ræða úrslitaleikinn sjálfan en Rodri skoraði eina markið til að tryggja Man City sigur og þar með þrennuna.
Eftir leik fögnuðu leikmenn Man City mikið og helltu í sig áfengi – eitthvað sem Walker gerði sjálfur.
Walker ræddi við BT Sport eftir leik og baðst afsökunar um leið og hann nefndi það að hann væri til í áfengan drykk.
Walker bað Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands, afsökunar en nú er stutt í að enska landsliðið fari í sitt verkefni.
,,Setjið einhvern drykk fyrir framan mig – Gareth Southgate, fyrirgefðu,“ sagði Walker léttur.
,,Ef þið setið einhvern drykk fyrir framan mig þá mun ég brjóta flöskuna!“