Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður FH, var aftur í umræðunni í gær eftir leik liðsins við Breiðablik.
Kjartan komst í fréttirnar fyrr á tímabilinu og þar á meðal fyrir olnbogaskot í leik gegn Víkingum.
Hann var ásakaður um að hafa gefið Nikolaj Hansen olnbogaskot viljandi í þeim leik sem og sparka í átt að Birni Snæ Ingasynik, leikmanni Víkings.
Kjartan var dæmdur í eins leiks bann en fékk svo gult spjald í gær fyrir að skalla Damir Muminovic, leikmann Breiðabliks.
Báðir leikmennirnir fengu gult spjald en margir eru hissa á að Kjartan hafi ekki fengið rautt.
Hér má sjá atvikið.
Hvað er ég að sjá hérna? Hvernig er þetta ekki rautt?
Getur eh með dómaramenntun útskýrt fyrir mér hvers vegna þetta er gult á báða en ekki rautt á Kjartan? pic.twitter.com/PfeXIgC26J
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 10, 2023