Afturedling er á toppnum í Lengjudeild karla eftir góðan sigur á Vestra í kvöld en þrír leikir fóru fram.
Afturelding vann 3-1 sigur á heimavelli og er taplaust með 16 stig á toppnum og er án taps eftir sex umferðir.
Grindavík heimsótti Leikni Reykjavík og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Leiknir er óvænt í fallsæti með aðeins fjögur stig.
Þróttur Reykjavík vann þá sannfærandi sigur á Þór 3-0 þar sem Aron Snær Ingason gerði tvennu.
Þróttur R. 3 – 0 Þór
1-0 Jorgan Pettersen
2-0 Aron Snær Ingason
3-0 Aron Snær Ingason
Leiknir R. 2 – 2 Grindavík
0-1 Marko Vardic
0-2 Edi Horvat
1-2 Omar Sowe
2-2 Róbert Hauksson
Afturelding 3 – 1 Vestri
1-0 Georg Bjarnason
2-0 Elmar Kári Cogic
3-0 Aron Elí Sævarsson
3-1 Benedikt V. Waren