Real Madrid er búið að semja við sinn fyrsta leikmann í sumar en það er bakvörðurinn Fran Garcia.
Garcia er leikmaður sem þekkir vel til Real en hann var í unglingaliði félagsins til ársins 2020.
Þá skrifaði Garcia undir samning við Rayo Vallecano og hefur leiki þar undanfarinm þrjú ár við góðan orðstír.
Enginn útileikmaður spilaði jafn margar mínútur og Garcia í La Liga tímabilið 2022-2023.
Garcia skrifar undir fjögurra ára samning við Real en hann er 23 ára gamall.