Það tók svo sannarlega ekki langan tíma fyrir Phil Neville að finna sér nýtt starf eftir brottrekstur frá Inter Miami.
Neville var rekinn eftir skelfilegt gengi á tímabilinu en átta dögum seinna hefur hann fundið nýtt verkefni.
Inter Miami er á botni austur hluta deildarinnar í Bandaríkjunum með aðeins 15 stig og hefur tapað fimm leikjum í röð.
Neville hefur nú tekið að sér starf hjá kanadíska landsliðinu en hann fer í þjálfarateymi liðsins en tekur ekki við sem aðalþjálfari.
Fótboltinn í Kanada hefur verið á uppleið en liðið tók þátt á HM 2022 í Katar en féll þar úr leik í riðlakeppninni.